Samfélagsfræði

Ég var að læra um árin 870 til 1490 í Íslendingasögunni. Það sem mér fannst áhugaverðast var þegar við fjölluðum um var landnám Íslands þegar Naddoddur, Garðar og Hrafna flóki komu. Við lærðum um marga um marga biskupa en sá sem mér fannst merkilegastur var Ísleifur Gissurarson en hann var biskup í Skálholtsbiskupadæmi. Ástæðan fyrir því að ég valdi þennan biskup er að hann var fyrsti biskupinn á Íslangi. annars var þekka allt skemmtilegt eins og t.d. Enska og Þýska öldin.

 


Jarðvísindi

Við í sjötta bekk höfum verið í ensku/stjörnufræði/jarðvísindum og ég ætla að segja frá jarðvísindum. Okkur var skipt í tveggja manna hópa og ég lenti með Sigrúnu. Við áttum að velja eitt eldfjall til að búa til Power Pont um. Við völdum Grímsvötn og skrifuðum um þau. Það var pínu lítið erfitt að finna upplýsingar en það tókst. Við kynntum svo Grímsvötn fyrir hópnum okkar og hinir sí fjöll.

 

Hér sjái þið svo verkið okkar Sigrúnar.

 


Snorra leikrit

Við í sjötta bekk ákvöðum að búa til leikrit úr Snorrasögu. Okkur var skipt í hópa eða eins marga og kaflarnir eru og bjuggum til handrit eftir því. A.m.k. einn úr hverjum bekk var í einum hóp. Ég lenti í því að gera sögumanns handrit og kynningu. okkur gekk vel og vorum fljótt búinn. Þá fórum við að búa til leikmuni eins og lita á peisur, bjuggum til vopn og fleira.

Þegar allir voru búnir létu kennararnir okkur í hlutverk og ég fékk það verkefni að vera Hákon konungur þegar hann var ungur. Ég hefði samt viljað segja meira og þegar ég sagði Auði það fékk ég að vera hermaður í Öðlingstaðabardaga líka. Það var gaman þótt ég hafi dáið þar. Fyrst sýndum við fyrir fyrsta til þriðja bekk og þeim fannst þetta mjög gaman. Svo sýndum við fyrir foreldra sem fannst þetta sterkóslekt. Síða sýndum við þetta í síðasta skipti fyrir  fjórða til sjöunda bekk. Þeim fannst þetta líka skemmtilegt held ég.

Ég var mjög ágnægð með leikritið og fannst þetta gaman.


Hringekja með fimmta og sjötta bekk

Við í fimmta og sjötta bekk höfum verið í hringekju. Við höfum farið einn hring í þessu og farið á milli sjö kennara eða til kennara í fimmta og sjötta bekk og svo Jens(eðlisfræðikennara).  Þar sem mér fannst skemmtilegast var hjá Jens, Önnu, Svövu og Auði. Hjá Jens vorum við að læra um geiminn og stjörnur. Hjá Önnu lærðum við um Gandi sem er maður sem frelsaði heila þjóð frá kynþáttarhatri. Hann var var samt skotinn á endanum. Hjá Svövu lærðum við um David Attenborough sem er frægur náttúru fræðingur. Þar fengum við að horfa á hluta úr mynd eftir hann. Hjá Auði vorum við að læra um Martein Luther King. Það er maður sem bjargaði einnig fólki frá kynþáttarhatri.

 

Við fórum í fleiri enn þessi voru í uppáhaldi hjá mér. Ég væri til í að gera þetta aftur á næsta ári. Þetta var mjög gaman og sumt mjög fræðandi.


Norðulöndin

Við vorum að læra um Norðurlöndin. Okkur var fyrst skipt í 6 hópa og hver hópur var með eitt land. Þótt Norðurlöndin séu 8 slepptum við Álandseyjum og Íslandi. Ég lenti í hóp með Hrafnhildi og Rebekku og við skrifuðum um Finnland. Það var mikil hjálp í Rebekku enda er hún hálf finnsk. Við bjuggum til veggspjald og bjuggum til allskonar bæklinga og auglýsingar. Ég tók að mér að fræðast um öll vötnin og Samana. Okkur gekk vel að vinna og við kynntum landið okkar mjög vel.

Eftir að hafa verið í hópverkefnum byrjuðum við í einstaklingsverkefnum. Við máttum velja okkur eitt land til að skrifa um en einnig máttum við ráða hvort við gerðum Power Pont eða stutt mynd. Ég gerði Power Pont um Noreg og gekk mjög vel. Það var samt svolítið erfitt að finna heimildir um Osló, annars var þetta mjög gaman


Þemavika

Vikuna 16-21 mars vorum við fimmti, sjötti og sjöundi bekkur. Í þessari viku var markmið þemans heimsálfur. Okkur var skipt í hópa en tókum eina heimsálfu á dag. Heimsálfurnar eru sjö en bara fimm dagar í vikunni svo við slepptum tveimur, við slepptum Antartiku og Evrópu.

Ég byrjaði í N-Ameríku og þar fannst mér mest gaman að læra um indíána og svo var fyrirlesturinn mjög áhugaverður. Þarna gerðum við líka draumafangara vegna þess að indíánar trúðu því að draumafangararnir tæku martraðirnar. Það mátti líka gera hárskraut en indíánar notuðu mikið þannig.

Dag tvö var ég í Asíu og þar lærði ég mest um Kína. Mér fannst áhugaverðast að vita hvernig þeir tóku á því hvað það voru margir í landinu eða hver má eignast eitt barn. Það kom einnig fólk frá kínverskusendiráðinu og fræddi okkur um Kína og svaraði spurningum. Við lærðum líka flippíska þjóðdansinn sem ég náði mjög vel og tælenskan grænmetis útskurð. við skárum út krabba en aðrir hópar skáru út t.d. svani og humar.

Þriðja daginn var ég í S-Ameríku þar var mjög fræðandi fyrirlestur og ég lærði um Inkana sem er þjóðflokkur sem bjó í S-Ameríku og var fældur burt og næri allir dóu, bæði úr pestum og þeir voru drepnir. Gömul borg fannst fyrir nokkru og enginn skilur hvernig þessir Inkar gátu byggt þetta en þeir höfðu enginn verkfæri að viti þótt steinarnir sem þeir byggðu úr hafi passað svo vel saman.

Fjórða daginn var ég í Afríku og við teiknuðum mynd í afrískum stíl. Mér fannst mín mynd rosalega flott. Margt í fyrirlesnum kom mér á óvart og ég lærði mikið af honum. Við fengum líka að skoða afríska list og það kom mér á ávart hvað hún var litrík.

Fimmta og síðasta daginn var ég í Eyjaálfu eða Ástralíu. Ég áhvað að gera boomerang. Ég málaði það með sérstakri aðferð og það kom mjög vel út. við fengum fyrirlestur sem var fræðandi og skemmtilegur.


Verkefni úr Eglu.

 Eglu verkefnin byrjuðu á því að allur árgangurinn á landnámssetrið í Borgarfirði. Ég hafði farið einu sinni áður en þetta var samt gaman við fórum. Ég gekk með Karen í gegnum safnið. Við fengum líka heyrnatól þar sem við heyrðum allar upplýsingar um hvern og einn stað á safninu. Það sem mér þótti skemmtilegast á safninu voru litlu leirstytturnar sem útskýrðu marga staði á safninu. Eftir að hafa verið á safninu keyrðum við að Borg og í Skalla-Grímsgarð og skoðuðum hauginn sem Skalla-Grímur var lagður í. Við skoðuðum líka Brákarsund og fengum að leika aðeins í fjörunni.

 

Við í 6. bekk höfum unnið með bókina Eglu. Við byrjuðum að lesa bókina og svara jafn óðum svöruðum við spurningum úr hverjum kafla fyrir sig. Mér fannst bókin mjög skemmtileg. Eftir að hafa lesið bókina tókum við próf sem mér gekk mjög vel í því.

Eftir það allt fengum við að velja úr mörgum verkefnum og áttum að gera minst fjögur verkefni. Ég gerði fimm verkefni sem voru bréf til Eiríks blóðaxar frá Arinbirni þar sem hann er að biðja hann um að drepa Egil ekki þegar hann strandaði í Jórvík, svo var það annað bréf til Þorgerðar frá Ásgerði. Í því bréfi var Ásgerður að biðja Þorgerði að koma og tala við Egil eftir að hann hafði lokað sig inni í lokrekkju sinni. Bæði kortin gengu mjög vel. Síðan gerði ég tvö hópverkefni, eitt með Karenu og við bjuggum til leikþátt á milli spyrjanda og Gunnhildar og svo spyrjanda og Egils. Þá spurðum við þau um ferð Egils til Englands. Eða þegar hann strandar í Jórvík þar sem Eiríkur blóðöx réð ríkjum. Arinbjörn (vinur Egils) var með Eiríki. Eiríkur ætlaði að drepa Egil enn Arinbjörn segir honum að yrkja drápu um konung til að bjarga lífi sínu. Það gekk ekki í fyrstu útaf svölu sem gargaði stöðugt við gluggann. En þetta bjargaðist. Síðan með því að  tala við Gunnhildi komumst við að því að hún hafi verið svalan í hamskiptum. Hitt hópverkefnið voru bréf til stelpnanna í bekknum í rúnarskrift. Svo fimmta verkefnið var auglýsing um ljóðabók Egils

Síðan vorum við sett í hópverkefni þar sem einn úr hverjum bekk var í hóp. Ég lenti ekki í góðum hóp eða með tveimur strákum. Annar vann en hinn var bara fyrir. Ég gerði verkefni um leikföng á tímum Egils Skalla-Grímssonar. strákurinn sem vann gerði stutt mynd og svo gerðum við saman verkefni um hversu marga Egill drap.


Snorra saga

Við höfum verið að vinna með Snorra sögu. Við byrjuðum að lesa bókina. Við fórum svo í ferðalag með skólanum í Reykhollt og Geir Waage sýndi okkur Snorra laug, rústirnar á gömlu húsunum og allt í kring. Svo fengum við bækling með spurningum úr bókinni til þess að svara. Einnig kom Einar Kárason og sagði okkur helling frá 13. öld eða Sturlungaöldinni. Núna erum við að fara að búa til leikrit úr sögunni. 


Íslenska

Núna hef ég verið að vinna ritgerð í Íslensku um hvali og ég skrifaði um mjald. Ég valdi mér mjald vegna hvíta litins og hann var svo fallegur hvalur. Í ritgerðinni er einnig fjallað um hvalveiðar, almennt um hvali og svo um bæði um tannhvali og skíðishvali (undirættbálkana) einnig um hvalveiðisöguna. Heimildirnar fundum við í bókum og á netinu. Í verkefninu lærði ég betur að leita að heimildum á netinu og í bókum. Einn af erfiðleikum mínum voru aðallega að finna heimildir um mjaldinn þær voru ekki miklar en mér var líka hjálpað. Annars gekk mér ágætlega. Eftir að ritgerðina þurfti ég að setja hana inná box.net og það var bara gaman.

___________________________________________________________

Í íslensku höfum við verið að vinna með Eglu. Í þeirri bók drepur Eigill dreing, aðeins fimm ára gamall. Eftir það verður mamma Eigils mjög stollt þótt pabbanum hafi verið alveg sama. Þegar mamma Eigils talaði við hann orti hann kvæðið Það mælti mín móðir.

Það mælti mín móðir

að mér skildi kaupa

fley og fagrar árar.

Fara á brott með víkingum

skanda uppi í stafni,

stíra dírum knerrri.

Halda svo til hafnar

höggva mann og annan.

 

 

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband