Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010

Danska

Ég hef verið að vinna mjög mikið í dönsku og verkefnin hafa verið mjög fjölbreytt. Ég gerði m. a. danskt spil og fjölskyldu þar sem ég og hópurinn minn bjuggum til persónu og persónuleika. Svo hef ég verið í kennslubókum. Ég hef líka lært helling af orðum. Ég hef líka lesið tvær sögur, glósað og svarað spurningum úr þeim.  Mér finnst danska skemmtileg og finnst hún áhugaverð.


Fuglar

Í náttúrufræði höf ég verið að vinna með fugla. Ég fór inn á www1.nams.is/fuglar og fékk upplýsingar um alla fuglaflokkana sem ég skrifaði um í power piont. Ég vann úr textanum og reyndi að gera glærurnar fallegar og líflegar. Mér fannst þetta nokkuð skemmtilegt verkefni og mjög fróðlegt en erfitt að gera glærurnar flottar(með myndum og litum).

 


Las Vegas

Ég fékk þrjár vikur til þess finna mér eitthvað að skrifa um og búa til kynningu um það. Ég valdi Las Vegas því ég hef verið þarna og fannst þetta frábær staður og ég vildi halda athyglinni allan tíman og vonaði að fólk hefði áhuga. Mér fannst rosalega gaman að fá að ráða allveg hvað maður gerir en það er svolítið ervitt því það kemur svo margt til greina. Ég tók fyrstu vikuna aðallega í skipulagningu og heimilda leit. Mér fannst gott að rosalega leiðinlegt að gera áætlunina en það var gott að hafa hana og vita hvað maður var búin að gera og hvað var eftir. Mér fannst skýrslurnar sem við átttum að skila ekki að gera neitt, mér fannst þær bara taka tíma frá mér. Ég átti ferðamanna handbók sem ég notaði miklar upplýsingar úr henni. Einnig voru heimildir á netinu sem ég notaði en það var mjög erfitt að finna heimildir. Ég skilaði verkefninu bæði í ritgerð og kynnti það með power pointi. Mér fannst gaman að gera þetta og mér fannst alveg eins að hafa langan tíma til þess að vinna verkefnið og að vinna eitthvað á stuttum tíma nema kanski að með löngum tíma gat maður alltaf gert verkefnið flottara. Ég var virkilega ágnæð með allt verkefnið því mér tókst að gera power pointið mjög flott og ég flutti kynninguna vel. Hér kemur svo power pointið.

 


Anne Frank

Í ensku ver ég að læra um Önnu Frank. Ég hlustaði á spólu þar sem dagbókin var lesin upp. Síðan fékk ég verkefnabók þar sem ég svaraði spurningum úr hlustuninni. Þegar þessu lauk sömdum við texta um söguna og söfnuðum myndum til þess að setja í photo story. Þegar ég var komin með nóg af myndum fór ég að raða þeim og setja tíma á þær, eða ákveða hvað þær áttu að sjást lengi. Ég klippti sumar myndirnar til og breytti en ekki öllum. Síðast, þegar allar myndir pössuðu við textann las ég inná. Það var skemmtilegast að finna myndir og raða þeim. 

Hér kemur svo photo storyið


Stærðfræði

Í allan veitur hef ég verið í stærðfræði í hópum nema á föstudögum þá fór allur árgangurinn í hringekju þar sem ég var 20 mín. hjá hverjum kennara. Ég gerði alskinns hluti í sambandi við stærðfræði. Ég vann þrautir, mynstur og margt fleira. Það sem mér fannst skemmtilegast var að gera mynstur en það var eiginlega aldrei erfitt. Ég myndi vilja hafa stærðfræði hringekju áfram.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband