Tyrkjaránið

Ég hef verið að læra um Tyrkjaránið. Við vorum ekki með neinar bækur heldur var lesin kafli og kafli (en ekki öll bókin) upp úr reisubók Guðríðar Símonardóttur og við vorum látin vinna verkefni út frá því. Mér fannst svolítið óþægilegt að vera ekki með bækur til þess að lesa og vinna úr því ég er svo vön því. Ég var ein af nokkrum í árganginum sem fékk að semja leikrit um Tyrkjaránið. Ég vann með Karen og við gerðum handrit um kaflann þar sem Íslendingarnir eru í bátnum. Síðan fengu allir hlutverk og við æfðum leikritið og mér fannst það takask bara nokkuð vel. Kennararnir bjuggu svo til svona síðu inn á netinu þar sem við gátum hlustað á sögu Tyrkjaránsins og lesið texta um það. Tyrkjaránið er eitt af því skemmtilegasta sem ég hef lært um og ég myndi kenna það betur og lengur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband