Verkefni úr Eglu.

 Eglu verkefnin byrjuðu á því að allur árgangurinn á landnámssetrið í Borgarfirði. Ég hafði farið einu sinni áður en þetta var samt gaman við fórum. Ég gekk með Karen í gegnum safnið. Við fengum líka heyrnatól þar sem við heyrðum allar upplýsingar um hvern og einn stað á safninu. Það sem mér þótti skemmtilegast á safninu voru litlu leirstytturnar sem útskýrðu marga staði á safninu. Eftir að hafa verið á safninu keyrðum við að Borg og í Skalla-Grímsgarð og skoðuðum hauginn sem Skalla-Grímur var lagður í. Við skoðuðum líka Brákarsund og fengum að leika aðeins í fjörunni.

 

Við í 6. bekk höfum unnið með bókina Eglu. Við byrjuðum að lesa bókina og svara jafn óðum svöruðum við spurningum úr hverjum kafla fyrir sig. Mér fannst bókin mjög skemmtileg. Eftir að hafa lesið bókina tókum við próf sem mér gekk mjög vel í því.

Eftir það allt fengum við að velja úr mörgum verkefnum og áttum að gera minst fjögur verkefni. Ég gerði fimm verkefni sem voru bréf til Eiríks blóðaxar frá Arinbirni þar sem hann er að biðja hann um að drepa Egil ekki þegar hann strandaði í Jórvík, svo var það annað bréf til Þorgerðar frá Ásgerði. Í því bréfi var Ásgerður að biðja Þorgerði að koma og tala við Egil eftir að hann hafði lokað sig inni í lokrekkju sinni. Bæði kortin gengu mjög vel. Síðan gerði ég tvö hópverkefni, eitt með Karenu og við bjuggum til leikþátt á milli spyrjanda og Gunnhildar og svo spyrjanda og Egils. Þá spurðum við þau um ferð Egils til Englands. Eða þegar hann strandar í Jórvík þar sem Eiríkur blóðöx réð ríkjum. Arinbjörn (vinur Egils) var með Eiríki. Eiríkur ætlaði að drepa Egil enn Arinbjörn segir honum að yrkja drápu um konung til að bjarga lífi sínu. Það gekk ekki í fyrstu útaf svölu sem gargaði stöðugt við gluggann. En þetta bjargaðist. Síðan með því að  tala við Gunnhildi komumst við að því að hún hafi verið svalan í hamskiptum. Hitt hópverkefnið voru bréf til stelpnanna í bekknum í rúnarskrift. Svo fimmta verkefnið var auglýsing um ljóðabók Egils

Síðan vorum við sett í hópverkefni þar sem einn úr hverjum bekk var í hóp. Ég lenti ekki í góðum hóp eða með tveimur strákum. Annar vann en hinn var bara fyrir. Ég gerði verkefni um leikföng á tímum Egils Skalla-Grímssonar. strákurinn sem vann gerði stutt mynd og svo gerðum við saman verkefni um hversu marga Egill drap.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband