Þemavika
15.5.2009 | 20:02
Vikuna 16-21 mars vorum við fimmti, sjötti og sjöundi bekkur. Í þessari viku var markmið þemans heimsálfur. Okkur var skipt í hópa en tókum eina heimsálfu á dag. Heimsálfurnar eru sjö en bara fimm dagar í vikunni svo við slepptum tveimur, við slepptum Antartiku og Evrópu.
Ég byrjaði í N-Ameríku og þar fannst mér mest gaman að læra um indíána og svo var fyrirlesturinn mjög áhugaverður. Þarna gerðum við líka draumafangara vegna þess að indíánar trúðu því að draumafangararnir tæku martraðirnar. Það mátti líka gera hárskraut en indíánar notuðu mikið þannig.
Dag tvö var ég í Asíu og þar lærði ég mest um Kína. Mér fannst áhugaverðast að vita hvernig þeir tóku á því hvað það voru margir í landinu eða hver má eignast eitt barn. Það kom einnig fólk frá kínverskusendiráðinu og fræddi okkur um Kína og svaraði spurningum. Við lærðum líka flippíska þjóðdansinn sem ég náði mjög vel og tælenskan grænmetis útskurð. við skárum út krabba en aðrir hópar skáru út t.d. svani og humar.
Þriðja daginn var ég í S-Ameríku þar var mjög fræðandi fyrirlestur og ég lærði um Inkana sem er þjóðflokkur sem bjó í S-Ameríku og var fældur burt og næri allir dóu, bæði úr pestum og þeir voru drepnir. Gömul borg fannst fyrir nokkru og enginn skilur hvernig þessir Inkar gátu byggt þetta en þeir höfðu enginn verkfæri að viti þótt steinarnir sem þeir byggðu úr hafi passað svo vel saman.
Fjórða daginn var ég í Afríku og við teiknuðum mynd í afrískum stíl. Mér fannst mín mynd rosalega flott. Margt í fyrirlesnum kom mér á óvart og ég lærði mikið af honum. Við fengum líka að skoða afríska list og það kom mér á ávart hvað hún var litrík.
Fimmta og síðasta daginn var ég í Eyjaálfu eða Ástralíu. Ég áhvað að gera boomerang. Ég málaði það með sérstakri aðferð og það kom mjög vel út. við fengum fyrirlestur sem var fræðandi og skemmtilegur.
Flokkur: Menntun og skóli | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.