Norðulöndin

Við vorum að læra um Norðurlöndin. Okkur var fyrst skipt í 6 hópa og hver hópur var með eitt land. Þótt Norðurlöndin séu 8 slepptum við Álandseyjum og Íslandi. Ég lenti í hóp með Hrafnhildi og Rebekku og við skrifuðum um Finnland. Það var mikil hjálp í Rebekku enda er hún hálf finnsk. Við bjuggum til veggspjald og bjuggum til allskonar bæklinga og auglýsingar. Ég tók að mér að fræðast um öll vötnin og Samana. Okkur gekk vel að vinna og við kynntum landið okkar mjög vel.

Eftir að hafa verið í hópverkefnum byrjuðum við í einstaklingsverkefnum. Við máttum velja okkur eitt land til að skrifa um en einnig máttum við ráða hvort við gerðum Power Pont eða stutt mynd. Ég gerði Power Pont um Noreg og gekk mjög vel. Það var samt svolítið erfitt að finna heimildir um Osló, annars var þetta mjög gaman


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband