Snorra leikrit

Við í sjötta bekk ákvöðum að búa til leikrit úr Snorrasögu. Okkur var skipt í hópa eða eins marga og kaflarnir eru og bjuggum til handrit eftir því. A.m.k. einn úr hverjum bekk var í einum hóp. Ég lenti í því að gera sögumanns handrit og kynningu. okkur gekk vel og vorum fljótt búinn. Þá fórum við að búa til leikmuni eins og lita á peisur, bjuggum til vopn og fleira.

Þegar allir voru búnir létu kennararnir okkur í hlutverk og ég fékk það verkefni að vera Hákon konungur þegar hann var ungur. Ég hefði samt viljað segja meira og þegar ég sagði Auði það fékk ég að vera hermaður í Öðlingstaðabardaga líka. Það var gaman þótt ég hafi dáið þar. Fyrst sýndum við fyrir fyrsta til þriðja bekk og þeim fannst þetta mjög gaman. Svo sýndum við fyrir foreldra sem fannst þetta sterkóslekt. Síða sýndum við þetta í síðasta skipti fyrir  fjórða til sjöunda bekk. Þeim fannst þetta líka skemmtilegt held ég.

Ég var mjög ágnægð með leikritið og fannst þetta gaman.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband