Verk og list

Í fyrsta verk og list staðnum mínum var ég í tónmennt. Halli kennir tónmennt en þar gerðum svolítið öðruvísi en hinir hóparnir því þar átti að tala inná hreyfimyndir en við vorum ekki búnar þar svo við skrifuðum ritgerð um hljómsveit eða tónlistamann. Ég skrifaði um Elvis Presley og kynnti það svo fyrir hópnum. Það gekk mjög vel og það var gaman.

Á næsta stað fór ég í textílmennt. Sigga kennir þar og við saumuðum náttbuxur. Mínar voru bleikar. Við tókum mát af okkur og klipptum svo eftir því. Svo saumuðum við í saumavél og ef maður hafði tíma gat maður gert auka verkefni. Við gerðum líka gjöf fyrir skólann eða risa stórt vinaband.

Núna er ég er í heimilisfræði og við eldum helling af góðum mat.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband