Færsluflokkur: Menntun og skóli
Kveðja frá kennara
2.6.2010 | 10:04
Lilja mín.
Þakka þér fyrir samveruna undanfarin 2 ár. Þú ert yndisleg stúlka sem gaman verður að fylgjast með í framtíðinni.
Með kveðju AnnaTyrkjaránið
1.6.2010 | 22:28
Ég hef verið að læra um Tyrkjaránið. Við vorum ekki með neinar bækur heldur var lesin kafli og kafli (en ekki öll bókin) upp úr reisubók Guðríðar Símonardóttur og við vorum látin vinna verkefni út frá því. Mér fannst svolítið óþægilegt að vera ekki með bækur til þess að lesa og vinna úr því ég er svo vön því. Ég var ein af nokkrum í árganginum sem fékk að semja leikrit um Tyrkjaránið. Ég vann með Karen og við gerðum handrit um kaflann þar sem Íslendingarnir eru í bátnum. Síðan fengu allir hlutverk og við æfðum leikritið og mér fannst það takask bara nokkuð vel. Kennararnir bjuggu svo til svona síðu inn á netinu þar sem við gátum hlustað á sögu Tyrkjaránsins og lesið texta um það. Tyrkjaránið er eitt af því skemmtilegasta sem ég hef lært um og ég myndi kenna það betur og lengur.
Danska
31.5.2010 | 22:31
Ég hef verið að vinna mjög mikið í dönsku og verkefnin hafa verið mjög fjölbreytt. Ég gerði m. a. danskt spil og fjölskyldu þar sem ég og hópurinn minn bjuggum til persónu og persónuleika. Svo hef ég verið í kennslubókum. Ég hef líka lært helling af orðum. Ég hef líka lesið tvær sögur, glósað og svarað spurningum úr þeim. Mér finnst danska skemmtileg og finnst hún áhugaverð.
Fuglar
31.5.2010 | 22:19
Í náttúrufræði höf ég verið að vinna með fugla. Ég fór inn á www1.nams.is/fuglar og fékk upplýsingar um alla fuglaflokkana sem ég skrifaði um í power piont. Ég vann úr textanum og reyndi að gera glærurnar fallegar og líflegar. Mér fannst þetta nokkuð skemmtilegt verkefni og mjög fróðlegt en erfitt að gera glærurnar flottar(með myndum og litum).
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 22:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Las Vegas
31.5.2010 | 22:17
Ég fékk þrjár vikur til þess finna mér eitthvað að skrifa um og búa til kynningu um það. Ég valdi Las Vegas því ég hef verið þarna og fannst þetta frábær staður og ég vildi halda athyglinni allan tíman og vonaði að fólk hefði áhuga. Mér fannst rosalega gaman að fá að ráða allveg hvað maður gerir en það er svolítið ervitt því það kemur svo margt til greina. Ég tók fyrstu vikuna aðallega í skipulagningu og heimilda leit. Mér fannst gott að rosalega leiðinlegt að gera áætlunina en það var gott að hafa hana og vita hvað maður var búin að gera og hvað var eftir. Mér fannst skýrslurnar sem við átttum að skila ekki að gera neitt, mér fannst þær bara taka tíma frá mér. Ég átti ferðamanna handbók sem ég notaði miklar upplýsingar úr henni. Einnig voru heimildir á netinu sem ég notaði en það var mjög erfitt að finna heimildir. Ég skilaði verkefninu bæði í ritgerð og kynnti það með power pointi. Mér fannst gaman að gera þetta og mér fannst alveg eins að hafa langan tíma til þess að vinna verkefnið og að vinna eitthvað á stuttum tíma nema kanski að með löngum tíma gat maður alltaf gert verkefnið flottara. Ég var virkilega ágnæð með allt verkefnið því mér tókst að gera power pointið mjög flott og ég flutti kynninguna vel. Hér kemur svo power pointið.
Menntun og skóli | Breytt 1.6.2010 kl. 22:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Anne Frank
28.5.2010 | 12:45
Í ensku ver ég að læra um Önnu Frank. Ég hlustaði á spólu þar sem dagbókin var lesin upp. Síðan fékk ég verkefnabók þar sem ég svaraði spurningum úr hlustuninni. Þegar þessu lauk sömdum við texta um söguna og söfnuðum myndum til þess að setja í photo story. Þegar ég var komin með nóg af myndum fór ég að raða þeim og setja tíma á þær, eða ákveða hvað þær áttu að sjást lengi. Ég klippti sumar myndirnar til og breytti en ekki öllum. Síðast, þegar allar myndir pössuðu við textann las ég inná. Það var skemmtilegast að finna myndir og raða þeim.
Hér kemur svo photo storyið
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 20:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stærðfræði
13.5.2010 | 12:32
Í allan veitur hef ég verið í stærðfræði í hópum nema á föstudögum þá fór allur árgangurinn í hringekju þar sem ég var 20 mín. hjá hverjum kennara. Ég gerði alskinns hluti í sambandi við stærðfræði. Ég vann þrautir, mynstur og margt fleira. Það sem mér fannst skemmtilegast var að gera mynstur en það var eiginlega aldrei erfitt. Ég myndi vilja hafa stærðfræði hringekju áfram.
Menntun og skóli | Breytt 1.6.2010 kl. 22:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Landafræði
23.4.2010 | 10:44
Ég hef verið að læra um Evrópu en ég var með bók sem heitir Evrópa álfan okkar. Ég fékk verkefnabók með sem ég vann verkefni í. Ég gerði líka landakort Síðan valdi ég eitt land í Evrópu og gerði um það power point. Ég valdi Ungverjaland vegna þess að mér þótti það skemmtilegt og ég hef verið þar. Ég fékk einnig bækling um landið með upplýsingum um landið og ég notaði líka bókina. Ég tók líka próf um landið. Einnig bjó ég til photo story um Grikkland. Þar notaði ég heimildir úr Evrópu bókinni og af netinu. Ég valdi Grikkland vegna þess að mér fannst hofin áhugaverð.
Hér er power pointið um Ungverjaland
Hér er photo storyið um Grikkland
Menntun og skóli | Breytt 2.6.2010 kl. 10:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hallgrímur Pétursson
15.4.2010 | 11:21
Ég var að læra um Hallgrím Pétursson. Ég las heimildir á ruv.is og wikipedia, svo bjó ég til word skjal með texta um Hallgrím. Síðan gerði ég power point show um hann. Ég lærði nokkra nýja hluti eins og að breyta myndum í svart hvítar og setja gamaldags bakrunn á. Einnig lærði ég að það þarf að hafa textann þannig að hann skeri sig út. Ég setti þetta allt inná glærurnar. Hallgrímur Pétursson er eitt helsta ljóðskáld Íslendinga og hefur samið fullt af kvæðum og rímum.
Menntun og skóli | Breytt 23.4.2010 kl. 11:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Verk og list
16.12.2009 | 12:38
Í fyrsta verk og list staðnum mínum var ég í tónmennt. Halli kennir tónmennt en þar gerðum svolítið öðruvísi en hinir hóparnir því þar átti að tala inná hreyfimyndir en við vorum ekki búnar þar svo við skrifuðum ritgerð um hljómsveit eða tónlistamann. Ég skrifaði um Elvis Presley og kynnti það svo fyrir hópnum. Það gekk mjög vel og það var gaman.
Á næsta stað fór ég í textílmennt. Sigga kennir þar og við saumuðum náttbuxur. Mínar voru bleikar. Við tókum mát af okkur og klipptum svo eftir því. Svo saumuðum við í saumavél og ef maður hafði tíma gat maður gert auka verkefni. Við gerðum líka gjöf fyrir skólann eða risa stórt vinaband.
Núna er ég er í heimilisfræði og við eldum helling af góðum mat.
Menntun og skóli | Breytt 20.5.2010 kl. 21:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)